Ég heiti Inga Mekkin Beck og er rithöfundur með meiru, búsett í Reykjavík.
Ég á mér margar hliðar og skipti stundum um áhugamál jafn oft og ég fer í klippingu. Vorið 2015 kom ég af stað síðu á facebook sem ber heitið Loðin í kjól. Eins og með mörg af mínum áhugamálum er ég misdugleg að deila hlutum þar, en það getur alveg verið þess virði að kíkja þangað inn.
Bækur eru þó mitt helsta áhugamál og verð ég aldrei þreytt á þeim. Af þeim ástæðum varð það fyrir valinu að breyta þessari síðu í hálfgert bókablogg, en hún hófst sem allskonar blogg fyrir nokkuð löngu.